Sögur

  Auðvitað get ég saga – Sure I Can story

Íslenska

Í dag er ætlunin að fjalla um múrana sem við reisum sjálf umhverfis okkur, veggi sem standa milli okkar og drauma okkar.

Við látum oft fordóma og ákvarðanir annarra hafa áhrif á okkur og teljum að þeim verði ekki breytt. Við höldum að aðrir hafi reynt að breyta ástandinu og þeim mistekist – svo hvers vegna ættum við að reyna það?

Hér er smá saga:

Árið 1939 stundaði 24 ára piltur nám við Berkley-háskóla í Bandaríkjum. Einn fyrirlesaranna við skólann, prófessor að nafni Jerzy Neyman, skrifaði stundum upp eitt eða tvö dæmi á töfluna sem nemendur áttu að glíma við. Lausnina átti svo að afhenda í næsta tíma.  

Dag nokkurn var pilturinn of seinn og missti því af upphafi kennslustundarinnar. Hann settist niður, leit á töfluna og sá að kennarinn hafði skrifað upp tvær stærðfræðijöfnur.  Hann gerði sér grein fyrir að hann hefði misst af einhverju mikilvægu. 

Hann skrifaði hjá sér það sem á töflunni stóð og við heimkomuna reyndi hann að leysa dæmin. Honum fannst heimaverkefnið töluvert þyngra en venjulega en hamaðist við að leysa það þar sem hann hugsaði með sjálfum sér að prófessorinn hefði séð hann í tímanum og því vildi hann ekki koma í næstu kennslustund án þess að skila inn lausn. „Ég verð að finna þessa lausn,“ sagði hann við sjálfan sig.

Hann fór á bókasafnið og las sér til um aðferðir.  En dæmið var erfitt. Næstu fjóra daga vann hann að þessu og á hverjum degi hafði hann áhyggjur af því hversu treglega gengi að finna lausn. Hann las og las, fletti í bókum og hugsaði af öllu afli.

Loksins á fimmta degi fann hann lausnina og var því feginn að þurfa ekki að skammast sín fyrir framan hina nemendurna þegar prófessorinn bæði um svarið. 

Þegar tíminn hófst kom það piltinum á óvart að prófessorinn talaði ekkert um jöfnurnar tvær sem lagðar hefðu verið fyrir sem heimaverkefni. En þar sem hann hafði lagt svo mikið á sig til að leysa verkefnið fór hann til kennarans, afhenti honum lausnina og baðst afsökunar á því hve hann hefði skilað henni seint.

„Um hvað ertu að tala?“ sagði prófessorinn. „Það sem ég skrifaði á töfluna voru tvær frægar óleysanlegar tölfræðijöfnur!“

Já,Þessi saga er sönn. Ungi námsmaðurinn hét George Dantzig og honum tókst að leysa þessar tvær „óleysanlegu“ jöfnur af því að hann sagði ekki við sjálfan sig að þær væru óleysanlegar. Þetta þótti svo mikið afrek að lausnin var samþykkt sem fullgilt doktorsverkefni og Dantzig átti síðar eftir að verða prófessor í ýmsum greinum á sviði stærðfræði og hagfræði.

Undirmeðvitundin er mikið afl og ef þú hleypir að einhverjum hugmyndum, hvort sem þær eru „réttar“ eða „rangar,“ verða áhrifin mjög mikil. Heilinn er stórbrotið líffæri og ef maður sannfærist um eitthvað, jafnvel eitthvað ímyndað, og viðheldur þeirri ímynd, trúir á hana og glímir við hana, þá kann hún að verða að veruleika. Og öfugt, ef þú sannfærist um að þú getir ekki eitthvað, ef maður er algerlega sannfærður um að eitthvað takist ekki, þá skiptir engu máli hve mikið þú leggur á þig til að það takist, það er dæmt til að mistakast jafnvel þótt það eigi að vera hægt.

Það er ekki átakalaust að fá hugljómun því hún krefst leitar, erfiðis og mikillar vinnu. Neikvæðar hugsanir verða að víkja ef góður árangur á að nást. Ef eitthvað af þessu vantar verður jafnan ekki leyst.

Menn verða að treysta sjálfum sér og segja:

Auðvitað get ég þetta                      

English

 Our story today is about the walls that we build around us with our own hands, making it to stand between us and our dreams.

We often let other people’s prejudgment and decisions affect us as if they were non-changeable. We might ask ourselves that because other people tried and did not succeed, why should we try? 

Let’s hear our story:

In 1939 there was a 24 years old graduate student at UC Berkeley. One of the lecturers, professor Jerzy Neyman, used to write one or two problems on the students’ blackboard to solve. They were to present the solution to the teacher in the next lesson.

One day, this student was late and missed the beginning of the lecture. He entered, sat down and looked at the blackboard, where he found that the professor had written two mathematical equations. He realized that by turning in late, he had missed something important.

He wrote the equations into his notebook, and when he returned to his room, he began trying to solve them. He noted that this time the professor had given the class a considerably more difficult task than usual. But he decided to give his all trying to solve the problems because he knew that the professor had seen him in the class and he did not want to go to the next lesson with them unsolved. So he said to himself: “I must find this solution”.

He went to the library, trying to read books on the subject. But the problems were extremely hard. The next four days, he worked hard on the problem, and every day he worried about how slowly it was going for him. He kept reading in books, looked at references and tried to think very hard about the solution.

Then, finally, on the fifth day, he finally found the solution and was therefore extremely pleased that he wouldn’t have to embarrass himself in front of the other students when the professor would ask about the answer.

When the lesson started, he was somewhat surprised that the professor did not talk about the two equations. And since he worked very hard on this homework, he approached the teacher, handed him the solution and apologized for how long it took to solve the problems.

“What are you talking about?” the professor asked. “What I wrote on the blackboard were two famous examples of open problems in statistical theory!”

Yes, this story is real, and the student’s name was George Dantzig. He managed to solve two previously unsolved statistical problems, just because he did not say to himself that they were unsolvable.
This was considered to be such a feat that his professor accepted his answers as his thesis, and later he became the Professor Emeritus of Transportation Sciences and Professor of Operations Research and of Computer Science at Stanford.

The subconscious mind has great power, and when you convince it with an idea, no matter if it is “right” or “wrong”, it can greatly influence any results. The brain is a marvellous organ, and if you get convinced of something, even if it’s something imaginary, and you manage to hold on to that conviction, you will believe in it and therefore making it much likelier to come into realization. And the other way around, if you convince your mind that you cannot do something if you are absolutely confident that you are not able to do it, you are doomed to fail, even if it really is a doable feat.

It’s not always easy to get inspired. Inspiration demands search and hard work. You must remove the negative thoughts from your head if you want to reach positive results. If some of those conditions are not met, you will not be able to solve the equation.

You have to trust yourself and always keep telling yourself:
Sure I can

العربية

قصتنا اليوم حول الجدران التي نبنيها بأيدينا من حولنا، لنجعلها تقف بيننا وبين أحلامنا

.نحن كثيرا ما ندع الأحكام المسبقة للآخرين و قراراتهم تؤثر علينا كما لو أنها كانت غير قابلة للتغيير

 قد نسأل أنفسنا هل يا ترى ذلك لأن الآخرين قد حاولوا ولم ينجحوا؟ 

 لماذا إذا يجب أن نحاول؟

..دعونا نستمع إلى قصتنا

في عام 1939 كان هناك طالب الدراسات العليا ذو الأربعة والعشرين عاما في جامعة بيركلي في كاليفورنيا، أحد المحاضرين، الأستاذ جيرزي نيمان، كان قد إعتاد أن يكتب واحدة أو إثنتين من المسائل على السبورة للطلاب ليقوموا بحلها. وكانوا يقدمون الحل للأستاذ في الدرس التالي

في إحدى الأيام، كان هذا الطالب متأخرا وغاب عن بداية المحاضرة, دخل , جلس ونظر إلى السبورة حيث وجد أن الأستاذ كان قد كتب معادلتين رياضيتين, أدرك أنه بسبب تأخره قد فاته شيء مهم

دوّن المعادلات في دفتره, وعندما عاد إلى غرفته، بدأ بمحاولة حلها, لاحظ أن الأستاذ هذه المرة كان قد أعطى الصف مسائل أصعب بكثير من المعتاد, لكنه قرر أن يبذل كل محاولاته ليحل تلك المسائل لأنه يعلم أن الأستاذ قد شاهده في الصف ولم يشأ أن يذهب إلى الدرس التالي بمسائل غير محلولة, لذلك قال لنفسه: أنا يجب أن أجد الحل

ذهب إلى المكتبة محاولا قراءة كتب حول هذا الموضوع, لكنه وجد أن تلك المسائل غاية في الصعوبة

في الأيام الأربعة التالية عمل جاهدا على تلك المشكلة، وفي كل يوم كان يشعر بالقلق حول بطئه في ذلك، إستمر بقراءة الكتب، نظر في المراجع، وحاول جاهدا وفكر مليا في الحل

ثم… وأخيرا، وفي اليوم الخامس, وجد الحل، ولذلك كان في غاية السعادة أنه لن يضطر إلى إحراج نفسه أمام الطلاب الآخرين عندما سيسأل الأستاذ عن الجواب

.وعندما بدأ الدرس كان متفاجئا نوعا ما أن الأستاذ لم يتحدث عن تلك المعادلتين

وبما أنه عمل بجد و كثيرا على تلك الوظائف، فقد إقترب من المعلم، وسلمه الحل وإعتذرعن طول المدة التي استغرقها لحلهما

 .!!عن ماذا تتكلم ؟؟!!  تسائل الأستاذ؟

ما كتبته على السبورة كانا مثالين مشهورين للمسائل المفتوحة الغير قابلة للحل في النظريات الإحصائية

نعم, هذه القصة حقيقية وإسم الطالب كان جورج دانتزيغ. وقد تمكن من حل مشكلتين إحصائيتين لم يتمكن أحد من حلهما من قبل، لمجرد أنه لم يقل لنفسه أنهما غير قابلين للحل

حتى أن أستاذه قد إعتبر هذا الحل هو أطروحة التخرج

 لاحقا أصبح البروفيسورالفخري لعلوم النقل وأستاذ بحوث العمليات وعلوم الحاسوب في ستانفورد

العقل الباطن لديه قوة كبيرة، وعندما تقنعه بفكرة، وبغض النظر عما إذا كانت “صحيحة ” أم “خاطئة”، فإنها وبشكل كبير يمكنها أن تؤثرعلى النتائج، العقل عضو عجيب وإذا أقنعته بشيء، حتى لو كان شيئا خياليا، وإذا تمسّكت أو إقتنعت به، ستؤمن به، ولذلك ستجعله أقرب ما يكون إلى الحقيقة

إذا أقنعت عقلك أنك لاتستطيع فعل شيئ ما، إذا كنت واثقا تماما أنه لا يمكنك أن تفعله، فأنت محكوم عليك بالفشل، حتى لو كان من الممكن فعله

ليس من السهل دائما الحصول على الإلهام, الإلهام يتطلب البحث والعمل الشاق, يجب أن تزيل الأفكار السلبية من رأسك إذا كنت تريد الوصول إلى نتائج إيجابية

إذا بعض من تلك الشروط لم تتوافر, لن تكون قادرا على حل أي مسألة

يجب أن تثق بنفسك ودائما قل لنفسك

بالتأكيد أستطيع

Image result for george dantzig

error: .